Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1905 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?
Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónar...
Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?
Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?
Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?
Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á mál...
Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?
Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...
Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?
Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagsleg...
Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?
Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...
Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?
Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...
Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í...
Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?
Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...
Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...
Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?
Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...