Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 219 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla á Blönduósi

Annar viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Blönduós. Í félagsheimili Blönduóss var haldin vísindaveisla laugardaginn 14. maí. Þar gátu heimamenn og aðrir gestir skoðað sig í hitamyndavél, sett hátalara í gang með handaflinu, látið róló pendúlu teikna mynd og kynnst Team Spark, svo nokkur dæmi séu nefnd. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir félagsráðgjafi?

Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka ...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett up...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...

category-iconStærðfræði

Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?

Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...

category-iconStærðfræði

Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?

Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því?

Hárlos er hægt að flokka í tvennt: það er missa hár og fá það aftur eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Hár vex að meðaltali um einn cm á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hár er í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það b...

category-iconHeimspeki

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!

Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconEfnafræði

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...

Fleiri niðurstöður