Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 187 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvað er manndómsvígsla?

Í mörgum samfélögum eru það talin mikil tímamót þegar unglingur er tekinn í tölu fullorðinna. Þá verður hann fullgildur meðlimur viðkomandi samfélags. Slíkt er gert á táknrænan hátt í athöfn sem meðal annars er kölluð manndómsvígsla (e. initiation rite). Manndómsvígslur eiga sér oftast stað þegar unglingurinn kems...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?

Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...

category-iconTrúarbrögð

Á hverju byggist munklífi?

Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?

Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconHugvísindi

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er fullnæging?

Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kyn...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kona?

Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast zíkaveira?

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...

Fleiri niðurstöður