Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 193 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?

Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir. Ok árið 2003. Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökull?

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...

category-iconOrkumál

Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?

Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið. Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?

Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...

category-iconJarðvísindi

Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...

category-iconHugvísindi

Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?

Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann o...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?

Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni: Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?

Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni...

category-iconLandafræði

Er Alaska land?

Alaska er vissulega land ef hugtakið er notað um þurrlendi eða landsvæði. Ef spyrjandi á hins vegar við hvort Alaska sé land í merkingunni sjálfstætt ríki þá er svarið nei. Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? má lesa að árið 1867 keyptu Banda...

category-iconJarðvísindi

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo ...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...

Fleiri niðurstöður