Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4407 svör fundust
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?
Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en eins og sést á kortinu bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahra...
Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?
Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...
Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?
Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...
Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...
Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í me...
Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?
Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...
Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?
Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...
Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? greinast eðlur í um 3.800 tegundir og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Þær eru mjög breytilegar að stærð, þær minnstu aðeins nokkrir cm en þær stærstu allt að þrír me...
Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?
Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp. Í almennum hegning...
Af hverju hafa hundar klær?
Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...
Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...
Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...