Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 132 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?

Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...

category-iconSálfræði

Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?

Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...

category-iconHeimspeki

Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?

Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?

Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fólk verið af millikyni?

Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...

category-iconHeimspeki

Hvaða munur var á vísindalegri hugsun í Kína og á Vesturlöndum fyrr á öldum?

Fram að vísindabyltingu Vesturlanda á 17. öld voru Kínverjar að öllum líkindum fremstir meðal þjóða heimsins í vísinda- og tækniþróun. Vísi að vísindalegri nálgun til að skilja og skýra hræringar veraldarinnar var þegar að finna í Kína á síðustu öldum fyrir Krists burð og hafði hún þróast út frá ævafornu forspárke...

category-iconMálstofa

Umhverfisorsakir hryðjuverka

Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...

category-iconLögfræði

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?

Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...

category-iconNæringarfræði

Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa nútímalæknavísindi gert okkur ónæm fyrir lögmálum Darwins?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa nútímalæknavísindi gert okkur ónæm fyrir lögmálum þróunarkenningar Darwins um að sá hæfasti lifir? Í dag lifa margir sem hefðu dáið af náttúrulegum sökum áður. Til að svara spurningunni þurfum við að kynna nokkrar staðreyndir. Sú fyrsta er náttúrulegt val sem er, ásamt hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?

Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

Fleiri niðurstöður