Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1113 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Úr hverju er íslenska myntin?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hægt að létta átak með blökkum? Er það hægt endalaust?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna léttist átak við að "dobla" það með blökkum? Er hægt að "dobla" átak endalaust þannig að hægt sé að lyfta 100 tonnum með annarri hendi, svo dæmi sé tekið?Áhaldið sem við köllum blökk, trissu eða skoruhjól (e. pulley) er gamalt. Líta má á það sem eins konar vogarstön...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað eru til margar vetrarbrautir?

Í afar áhugaverðu svari við spurningunni Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? segir Sævar Helgi Bragason meðal annars:Grenndar-ofurþyrpingin er einungis ein ofurþyrping meðal margra svipaðra ofurþyrpinga í alheiminum. Meðalfjarlægðin milli vetrarbrauta innan lítilla þyrpinga eins og Grenndarhópsins er...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?

Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...

category-iconVerkfræði og tækni

Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?

Svarið er nei og þetta má skýra með eftirfarandi athugun. Lítum fyrst á segulræmuna. Á henni er runa eða safn af örsmáum seglum. Oftast eru þetta staflaga maghemít-seglar, en maghemít (γ-Fe2O3) er segull sem hefur góða eiginleika hvað varðar segulstyrk og stöðugleika. Lega seglanna myndar mynstur sem ræðst...

category-iconLandafræði

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þe...

category-iconHugvísindi

Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?

Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?

Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta land í heimi og hve stórt er það að flatarmáli?

Rússland er stærsta land í heimi eða 17.075.200 ferkílómetrar. Þar bjuggu um 142,9 milljónir manna árið 2010. Þar af eru Rússar 79,8%, Tatarar 3,8%, Úkraínumenn 2%, auk rúmlega 100 þjóðarbrota sem eru samtals um 14,% af íbúunum. Heimild og frekari fróðleikur:Russia á Wikipedia. Á þessu vefsetri eru fánar ýmis...

Fleiri niðurstöður