Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3179 svör fundust
Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?
Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...
Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?
Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...
Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?
Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum...
Hvaðan kemur orðið brundur og hversu gamalt er það?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið brund/brundur og hversu gamalt er það? Nafnorðin brund hk. og brundur kk. merkja ‘sæði karldýrs’, í eldra máli ‘eðlunarfýsn, kynhvöt’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um hvorugkynsorðið er frá 18. öld en karlkynsorðið í merkingunni ‘sæði karldý...
Hver fann upp skíðin?
Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...
Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?
Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...
Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...
Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?
Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsnið...
Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?
Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...
Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?
Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?
Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru: Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi. Fjöldi í hverri kynslóð. Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulu...
Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...