Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1252 svör fundust
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”. Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdal...
Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?
Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...
Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?
Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...
Í hvaða stjörnumerki er Alkor?
Smellið til að stækka myndina Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri M...
Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?
Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...
Hvað eru sefítar?
Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvað er eitt ljósár mörg ár?
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina. Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að ...
Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?
Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...
Er eitthvað til í því að reginrisinn Betelgás verði brátt sprengistjarna?
Sprengistjörnur blossa upp í vetrarbrautinni okkar að jafnaði á fimmtíu til hundrað ára fresti. Þær geta orðið svo bjartar að þær sjáist vel berum augum og jafnvel að degi til. Síðast sást svo björt sprengistjarna árið 1604 og er hún kennd við Jóhannes Kepler (1571-1630) sem fylgdist kerfisbundið með henni. Leifar...
Af hverju erum við á jörðinni?
Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...
Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...
Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?
District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...