Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1033 svör fundust
Hver fann upp peningana?
Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á v...
Hvaðan kemur sögnin 'að redda' einhverju?
Sögnin að redda í merkingunni ‘bjarga einhverju við, hjálpa um eða með eitthvað, útvega eitthvað’ er fengin að láni úr dönsku redde sem aftur er fengið að láni frá lágþýsku redden í sömu merkingu. Sama gildir um nafnorðið reddari ‘sá sem reddar’ að það er einnig fengið að láni úr dönsku. Orðin eru fremur ung í...
Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?
Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...
Hvað er nýplatonismi Plótinosar?
Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...
Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?
Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...
Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...
Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?
Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...
Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955. Næststærsta landdýrið er asíski ...
Hvað er stríðsglæpamaður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...
Af hvaða vöru er mest flutt inn til landsins?
Mest er flutt inn til Íslands af olíu- og olíuafurðum, svo sem bensíni, hvort heldur reiknað er eftir þyngd eða verðmæti. Árið 2002 voru flutt inn til landsins 740 þúsund tonn af slíkum afurðum, fyrir um 16 milljarða króna. Næst kom súrál, hvort heldur reiknað er eftir verðmæti eða þyngd. Flutt voru inn 524 þúsund...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?
Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum. Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...
Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?
Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...
Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?
Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...
Hvað er Stóridómur?
Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...