Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6091 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Kvarkakenning eðlisfræðinnar gengur út á að fjórar víddir nægi ekki til að útskýra innsta eðli allra hluta heldur þurfi a.m.k. 10 víddir. Þess vegna langar mig að vita hverjar víddirnar eru auk lengdar, breiddar, hæðar og tíma?Svarið við spurningunni um hugsanlegar fleiri v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?

Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?

Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...

category-iconLögfræði

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?

Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

category-iconHugvísindi

Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?

Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flo...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...

Fleiri niðurstöður