Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3168 svör fundust
Er til einhver guð, annars staðar en í hausum fólks?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns E. Jónssonar: Er guð (æðri máttarvöld) til? Ein frægasta sönnun á tilvist Guðs, hin svokallaða verufræðilega sönnun, gerir einmitt ráð fyrir því að sé Guð til í hausnum á fólki þá hljóti hann einnig að vera til í raunveruleikanum. Þessi sönnun er einföld og glæsileg. Kjarni h...
Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?
Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...
Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?
Þessu er ekki hægt að svara ennþá. Menn hafa á síðasta áratug eða svo verið að finna sífellt fleiri reikistjörnur eða merki um þær við nokkra tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. Þar með segjum við að sólstjörnurnar sem um er að ræða séu í sólkerfi. Leitaraðferðirnar eru hins vegar ekki fullkomnari e...
Hver átti fyrsta bílinn eins og við þekkjum hann í dag og hver bjó hann til?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Birkis Freys: Hver fann upp bílinn?Frank Duryea og bróðir hans hann Charles bjuggu til fyrsta bensínbílinn árið 1893 í Ameríku, en hann var að sjálfsögðu ekki einn af fyrstu fjöldaframleiddu bílunum. Myndin hér til hliðar er af þessum bíl. Henry Ford bjó hins vegar ti...
Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn?
Þessu er í rauninni best svarað með myndinni hér á eftir. Hún sýnir að hæð spegilsins þarf að vera að minnsta kosti helmingur af hæð mannsins. Ef spegillinn hefur nákvæmlega þá hæð þarf hins vegar einnig að stilla vandlega hversu hátt á veggnum spegillinn er. Með því að skoða myndina vel sést að hæð efri brúnar þa...
Hvað getið þið sagt mér um hamstra?
Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn ...
Af hverju smellur í puttabeinunum?
Þegar brakar eða smellur í fingrum okkur er það ekki smellur í beinum heldur er talið að hljóðið eigi uppruna sinn í loftbólum í liðvökva. Utan um liðamótin er liðpoki úr bandvef sem tengir beinin og umlykur liðholið sem aðskilur beinaendana, en liðvökvinn er inni í liðholinu. Um þetta er fjalla í svari við spurni...
Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?
Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...
Er til annað sólkerfi?
Já, það er til annað sólkerfi og reyndar allnokkur sem menn vita um með fullri vissu. Skilgreiningin á sólkerfi er þessi: Sólstjarna með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Fram til ársins 1990 var sólkerfið okkar það eina sem vitað var um með fullri vissu. Síðan þá hafa mörg önnur fun...
Af hverju gjósa eldfjöll?
Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu! Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfar...
Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?
Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...
Af hverju eru köngulær til?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...