Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessu er í rauninni best svarað með myndinni hér á eftir. Hún sýnir að hæð spegilsins þarf að vera að minnsta kosti helmingur af hæð mannsins. Ef spegillinn hefur nákvæmlega þá hæð þarf hins vegar einnig að stilla vandlega hversu hátt á veggnum spegillinn er. Með því að skoða myndina vel sést að hæð efri brúnar þarf að vera miðja vegu milli augnhæðar og efsta punkts á manninum. Hæð neðri brúnar þarf á sama hátt að vera miðja vegu milli gólfsins (fótanna á manninum) og augnanna.
Ef maðurinn lætur sér nægja að horfa á spegilmyndina með öðru auganu þá mundi á sama hátt duga að breidd spegilsins væri helmingur af breidd mannsins. En til þess að maðurinn sæi alla spegilmyndina með báðum augum þyrfti að bæta við spegilbreiddina hálfu bilinu milli augna mannsins.
Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því? og svar Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?
Mynd: Wolfson, Richard og J.M.Pasachoff, Physics, with modern physics, 3. útgáfa, Reading, Massachusetts: Addison-Wesley, 1999. Mynd 36-2, bls. 940.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2002, sótt 1. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2123.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 19. febrúar). Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2123
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2002. Vefsíða. 1. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2123>.