Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 167 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?

Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...

category-iconSálfræði

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?

Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að rökstyðja allt?

Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...

category-iconFöstudagssvar

Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk?

Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um háralit og ljóst er að þetta er málefni sem brennur á fólki. Nú þekkja flestir einhvern rauðhærðan einstakling, sem gengur jafnvel með gleraugu, og telja sig því geta svarað spurningunni á eigin spýtur. En þó fólk gæti komist að réttri niðurstöðu þá gleyma flestir...

category-iconFélagsvísindi

Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?

Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?

Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir: Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining. Samkvæmt þessu er skrifað: t.d. a.m.k. o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?

Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru risaeðlur með heitt eða kalt blóð?

Í stað þess að tala um ‘heitt’ eða ‘kalt blóð’ nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

category-iconHeimspeki

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?

Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...

Fleiri niðurstöður