Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1488 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið snuð?

Orðið snuð er leitt af sögninni snuða 'leika á, gabba, pretta' sem tekin var upp í íslensku á 18. öld úr dönsku snyde í sömu merkingu. Orðið snuð er innlend myndun og er ekki gamalt í málinu í þessari merkingu. Eldri er merkingin 'prettur, gabb' sem dæmi eru um að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 19. aldar. ...

category-iconLandafræði

Hvað er Ástralía stór heimsálfa?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er Ástralía mörgum sinnum stærra en Ísland? Ástralía er minnsta heimsálfan. Hún er 7.686.850 km2 eða um það bil 75 sinnum stærri en Ísland. Til Ástralíu sem heimsálfu telst bæði ástralska meginlandið sem ríkið Ástralía tekur yfir, Nýja-Sjáland og ýmsar eyjar þar í kring...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?

Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghó...

category-iconVísindi almennt

Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?

Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju fóru menn að blanda saman malti og appelsíni og hvenær tóku menn upp á þeim sið?

Upphafið var sennilega um 1940, en þá tók fólk upp á því að blanda malt með gosdrykkjum til að drýgja það, því að maltið var mjög dýr drykkur. Egils appelsín var ekki til á þessum tíma, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd, en ýmsir aðrir drykkir voru notaðir. Þetta virðist hafa verið nokkuð algengt. Þegar Eg...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?

Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að klóna manneskju?

Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...

category-iconHagfræði

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?

Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er maður í "essinu sínu"?

Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld. Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være ...

category-iconHugvísindi

Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?

Orðið batavegur merkir 'áframhaldandi bati' og er einkum notað í sambandinu að vera á batavegi 'vera að batna einhver sjúkleiki'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 19. öld. Fyrri hluti orðsins bati er notað um bötnun, betrun eitthvað sem er betra en það var áður. Til dæmis er sagt að einhver hafi...

category-iconJarðvísindi

Er heitur reitur undir Íslandi?

Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir villtra spendýra á Íslandi og hvað heita þær?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Harðar Guðjónssonar Hvert er sjaldgæfasta spendýr Íslands? Tófa (Alopex lagopus). Alls eru sex tegundir villtra landspendýra á Íslandi auk þess sem tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum landsins. Tegundirnar eru:Tófa (Alopex lagopus) Minkur (Mustela vison) Hr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

Fleiri niðurstöður