Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghósti.
Fyrri liðurinn kíg- hefur einn og sér enga merkingu í íslensku heldur var orðið tekið að láni í heild og einungis aðlagað íslenskum rithætti.
Frekara lesefni:
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2008, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24420.
Guðrún Kvaran. (2008, 16. júní). Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24420
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2008. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24420>.