Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir hefur maðurinn ofveitt eða ofnýtt þannig að þær hafa dáið út?

Það er hægt að segja með vissu að þær dýrategundir sem hafa orðið aldauða á síðustu öldum hafi dáið út beint eða óbeint vegna athafna mannsins. Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...

category-iconHugvísindi

Hvað er tilvistarstefna?

Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hverfa sáðfrumur ekki með tímanum ef maður stundar sjálfsfróun oft? Eins og fram kemur í fróðlegu svari Ernu Magnúsdóttur við spurningunni Hvernig myndast kynfrumur? halda karlmenn áfram að mynda sáðfrumur nokkurn veginn út ævina. Það er því engin hætta á því að sáðfru...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er miðpunktur alheimsins?

Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...

category-iconHugvísindi

Borða dýrin?

Samkvæmt hefðbundinni málnotkun og máltilfinningu borðar maðurinn en önnur dýr éta. Misskilningur á þessu hefur oft komið fram í spurningum til okkar og virðist vera að færast í vöxt. Því viljum við minna sérstaklega á þetta hér. Það er einungis maðurinn sem borðar, samkvæmt máltilfinningu okkar. Þó má að sjál...

category-iconSálfræði

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Búa grænar geimverur á Mars?

Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skynlaus skepna?

Skynlaus skepna' þýðir nokkurn veginn 'dýr án mannlegs vits eða skynsemi' og er notað yfir kvikindi jarðar, önnur en manninn. Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynju...

category-iconMannfræði

Hverjar eru frumþarfir Homo sapiens? Er hugsanlegt að þær breytist við þróun?

Með frumþörfum á ég við þær líkamlegu þarfir sem eru forsendur fyrir tilveru einstaklingsins. Þær eru hinar sömu fyrir allar lífverur. Frumþörf hverrar lífveru er að nærast, það er að taka til sín fæðu sem viðheldur lífi hennar. Einnig virðist það vera frumþörf allra dýrategunda að viðhalda tegundinni. Kynlíf ...

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru veldi reiknuð í algebru?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað er 1.000.000.000.000.000 í öðru veldi? Stundum er talað um reikniaðgerðina margföldun sem „endurtekna samlagningu“. Það er vegna þess að í sinni einföldustu mynd er margföldun notuð til að einfalda rithátt þegar sama talan er lögð við sjálfa sig aft...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er elsta dýr í heimi?

Kúskel (Arctica islandica) telst langlífasta dýrið sem vitað er um. Árið 1982 fannst eintak úr Mið-Atlantshafi með 220 hringjum sem taldir eru árhringir – sé það satt var skelin 220 ára gömul. Eitt langlífasta spendýrið er maðurinn Shigechiyo Izumi frá Japan, f. 29. júní 1865 en staðfest er að hann náði 120 ára...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig litu landnámsmenn út?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...

Fleiri niðurstöður