Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 129 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknis...
Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...
Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...
Hvað eru til margar tegundir af froskum?
Froskar tilheyra flokki froskdýra (Amphibia) en það er einn fimm flokka hryggdýra. Hinir eru spendýr, skriðdýr, fiskar og fuglar. Froskdýr skiptast í þrjá ættbálka: Anura (froskar og körtur), Urodela (salamöndrur) og Gymnophiona (ormakörtur), en það eru fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur. Tegundin Leiopelma ar...
Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?
Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?
Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna h...
Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?
Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hver eru mengunaráhrif brennisteins?
Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?
Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?
Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...