Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 553 svör fundust
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?
Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...
Hvað er Genfarsáttmálinn?
Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...
Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?
Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...
Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?
Stutta svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldlega já. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Um fyrri hluta spurningarinnar er þetta að segja: Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2024 er 1. desember, annar 8. desember, þriðji 15. desember og fjórði 22. desember. ...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...
Var til 1000 króna seðill 1944?
Nei, það var ekki til 1000 króna seðill árið 1944. Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann var grænn að lit, á framhliðinni var andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni en á bakliðinni var mynd af Þingvöllum. Seðillinn var í gildi til ársloka 1947 en með nýrri...
Hvað hafa margir farið í geimferðir?
Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...
Hvað gerðist á hvítasunnu?
Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn. ...
Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?
Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...
Hvenær var fótbolti fundinn upp?
Fótbolti er gömul íþróttagrein. Elstu öruggu heimildir um fótboltaleik eru um leik í Kyoto í Japan árið 611. Sumar heimildir telja að fyrsti skráði fótboltaleikurinn á Bretlandi hafi átt sér stað í Derby á sprengidag árið 217. Fótboltaleikur í þá daga var þó ekki alveg eins og sá fótbolti sem leikinn er í dag ...
Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?
Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn? Í byrjun 20...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?
Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...