Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 209 svör fundust
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi?
Vindorkan, líkt og vatnsorkan, rekur uppruna sinn til geislunar frá sólinni og hringrásar orku frá miðbaugssvæðunum norður á bóginn. Vindorkan er þannig endurnýjanleg auðlind. Mikil þróun hefur orðið í hönnun á vindmyllum undanfarin ár. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllanna um og innan við 1 MW, en ...
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...
Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?
Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?
Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?
Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...
Hvað er frétt?
Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?
Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...
Hvað er píslarvottur?
Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...
Hvað mundi gerast ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvaðist eða breytti um stefnu?
Eins og Norður-Atlantshafsstraumurinn er nú á dögum flytur hann hlýjan sjó og varma frá miðlægum breiddargráðum alla leið norður í Barentshaf og Íshaf. Á leiðinni miðlar yfirborðssjórinn varmanum til loftsins. Fyrir vikið er sjórinn í Norður-Atlantshafi tiltölulega hlýr og veðurfar í Vestur Evrópu og á Íslandi mil...
Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?
Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunv...
Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?
Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?
Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á heildræna nálgun á hlutverk sameinda í sem eðlilegustu umhverfi innan lífvera. Núverandi rannsóknaverkefni Sigríða...