Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 115 svör fundust
Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...
Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?
Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...
Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?
Kína hefur verið heimsveldi á sinn hátt í brátt þrjú þúsund ár, að vísu með smáhléum. Á vissum stuttum tímaskeiðum leystist Kína í smáríki en alvarlegast var þegar reynt var að drepa kínversku þjóðina svona að mestu leyti fyrst eftir innrás Mongóla á 13. öld. En eins og aðrar innrásarþjóðir í Kína, komust höfðingj...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Er hægt að mjólka hvali og selja úr þeim mjólkina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er hægt að mjólka hval? Eru einhverjir sem selja hvalamjólk? Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að útskýra fyrst hvalaspenann. Eins og aðrar spendýramæður hafa hvalamæður spena. Speninn er að vísu ekki sýnilegur nema þegar hann er örvaður. Spenarnir eru tveir og st...
Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...
Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?
Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...
Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...
Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...
Hvað eru fornaldarsögur?
Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...
Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...