Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 830 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...

category-iconVeðurfræði

Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?

Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru: SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum) 0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að lýsa undrun með upphrópun á borð við "jeeee" eða "jiiii"?

Upphafleg spurning var: Hver er uppruni málfyrirbærisins "je" eða "ji". Þ.e.a.s. þegar manneskja lýsir undrun sinni á einhverju með því að segja ýmist "jeeee" eða "jiiii". Upphrópanirnar je, ji og jeminn voru algengar fyrir nokkrum áratugum og heyrast að einhverju leyti enn. Je og ji eru styttingar á orðinu ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður blóðnasir?

Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...

category-iconHugvísindi

Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?

Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er algengasta nafn í heimi?

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að algengasta nafn í heimi hljóti að vera eitthvað kínverskt nafn eða jafnvel indverskt þar sem þessar þjóðir eru þær fjölmennustu í heimi. Ef marka má upplýsingar víða á veraldarvefnum er sú þó ekki rauninn heldur er Múhameð algengasta nafnið. Múhameð? Nafnið kemur fyri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „tussulegur“ og hvaðan kemur það?

Orðið tussa merkir ‘poki, tuðra; kvensköp, lastyrði um konu’ og þekkist í málinu frá 19. öld. Af nafnorðinu er leidd sögnin tussast (til einhvers) ‘sneypast til að gera eitthvaðð’ og lýsingarorðið tussulegur ‘leiðinlegur (um fólk og veður). Skylt er nafnorðið tussi ‘poki; tittlingur á hundi’. Lýsingarorðið tus...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rykmaurar hættulegir?

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?

Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?

Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...

category-iconUmhverfismál

Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?

Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni. Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér l...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?

Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...

category-iconLandafræði

Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hve mörgum sinnum er Grænland stærra en Ísland? Á landakortum virðist Grænland oft vera mjög stórt, jafnvel stærra en Ástalía sem þó er talin heimsálfa á meðan Grænland er eyja. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að flatarmál Grænland er „aðeins“ 2.166.086 km2 sem er um 0,...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum? kemur meðal annars fram:Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en s...

category-iconLandafræði

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?

Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...

Fleiri niðurstöður