Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?

ÞV, HG og AÓ

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum? kemur meðal annars fram:
Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en síðan fundust önnur hentug efni með sömu eiginleika, einkum úr flokki svokallaðra hliðarmálma (transition metals) og lantaníða (rare earths). Rafeindabyssan skýtur rafeindum í mjórri bunu á skjáinn. Þar sem rafeindageislinn lendir á skjánum sést ljós punktur hinum megin á skjánum og þannig er byggð upp mynd.
Fyrstu tölvuskjáirnir lýstu grænu vegna þess að það er liturinn sem fosfór gefur frá sér þegar rafeindum er skotið á hann. Síðar breyttist þetta þegar farið var að nota önnur efni.

Efnin sem um ræðir lýsa með mismunandi litum þegar rafeindir skella á þeim og liturinn getur einnig verið háður orku eða hraða rafeindanna. Í sumum tilfellum er skjárinn húðaður með tveimur lögum mismunandi efna og litnum breytt með orku rafeindanna. Orkuminni rafeindir ná aðeins að örva atóm í efra laginu en orkumeiri rafeindir ná inn í neðra lagið. Á tímabili var algengt að velja mátti milli litanna grænt, ljósbrúnt og hvítt á tölvuskjám.

Nánar má lesa um bakskautslampa og fosfórljómun á vefritinu Wikipedia.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

eðlisfræðinemi

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.6.2005

Spyrjandi

Hrönn Ágústsdóttir

Tilvísun

ÞV, HG og AÓ. „Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5061.

ÞV, HG og AÓ. (2005, 15. júní). Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5061

ÞV, HG og AÓ. „Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5061>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?
Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum? kemur meðal annars fram:

Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en síðan fundust önnur hentug efni með sömu eiginleika, einkum úr flokki svokallaðra hliðarmálma (transition metals) og lantaníða (rare earths). Rafeindabyssan skýtur rafeindum í mjórri bunu á skjáinn. Þar sem rafeindageislinn lendir á skjánum sést ljós punktur hinum megin á skjánum og þannig er byggð upp mynd.
Fyrstu tölvuskjáirnir lýstu grænu vegna þess að það er liturinn sem fosfór gefur frá sér þegar rafeindum er skotið á hann. Síðar breyttist þetta þegar farið var að nota önnur efni.

Efnin sem um ræðir lýsa með mismunandi litum þegar rafeindir skella á þeim og liturinn getur einnig verið háður orku eða hraða rafeindanna. Í sumum tilfellum er skjárinn húðaður með tveimur lögum mismunandi efna og litnum breytt með orku rafeindanna. Orkuminni rafeindir ná aðeins að örva atóm í efra laginu en orkumeiri rafeindir ná inn í neðra lagið. Á tímabili var algengt að velja mátti milli litanna grænt, ljósbrúnt og hvítt á tölvuskjám.

Nánar má lesa um bakskautslampa og fosfórljómun á vefritinu Wikipedia. ...