Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust
Er mögulegt að nýtt bóluefni við COVID-19 geti haft áhrif á erfðaefni okkar?
Stutta svarið er, nei það er ómögulegt. Langa svarið, eða röksemdirnar fyrir því stutta, eru raktar hér fyrir neðan. Miklar vonir eru bundnar við að bóluefni gegn veirunni sem veldur COVID-19 komist á markað. Bóluefni eru gefin til að líkaminn geti lært á sýkla og myndað mótefni sem þekkja sýklana og muni e...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...
Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?
Þegar rætt er um möguleika er stundum verið að ræða um hvað stangast á við þá þekkingu sem við höfum og hvað ekki. Í þessum skilningi er hvaðeina mögulegt sem samrýmist öllu sem við vitum. Ýmislegt getur verið mögulegt í þessum skilningi þótt það geti ekki gerst í raun og veru, stangist til dæmis á við náttúrulögm...
Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?
Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...
Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?
Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...
Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?
Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...
Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?
Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöld...
Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?
Upphaflega var spurt um tvennt: Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga? Hér er einungis svarað seinni spurningunni. Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé ran...
Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?
Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig...
Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...
Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan. Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því ...
Er afsökun möguleg?
Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...
Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...