Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1321 svör fundust
Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð? Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafs...
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?
Í rússneska hluta Kákasus eru sjö lýðveldi og eru frá vestri til austurs:AdygeaKarachay-CherkessíaKabardínó-BalkaríaNorður-OssetíaIngúsetíaTsjetsjeníaDagestanÍ svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus? er fjallað almennt um Kákasuslöndin og sérstaklega um þrjú fyrstnefndu lýðveldin, það er þa...
Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?
Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...
Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu. Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuo...
Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...
Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?
Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...
Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?
Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...
Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?
Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...
Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...
Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?
Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...
Af hverju gekk Úkraína ekki í NATO fyrir löngu?
Útþensla Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs var hvorki fyrirsjáanleg né sérstaklega tekin til umræðu þegar samið var um sameiningu Þýskalands árið 1990. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Rússland tók við hlutverki þeirra og skuldbindingum á alþjóðlegum vet...