Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 231 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?

Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?

Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir félagsráðgjafi?

Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka ...

category-iconHagfræði

Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?

Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...

category-iconStærðfræði

Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?

Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?

Við erum ekki alveg viss, hvort spyrjandi átti við 'fljúga' eða 'fjúka'. Síðari spurningin, með 'fjúka', er einföld. Ef það er rétt að spörfuglar fjúki ekki í fárviðrum er það auðvitað vegna þess að þeir leita sér skjóls og halda sér í það sem þeir standa eða sitja á, en fuglsfætur eru vel lagaðir til þess eins og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur maður ákvarðað hvort ljós frá einhverjum hlut sé skautað?

Ljós er sveiflur í rafsviði og segulsviði. Báðar þessar stærðir eru vigrar, það er þær einkennast af bæði stefnu og styrk. Rafsviðið liggur hornrétt á segulsviðið og báðar stærðirnar eru hornréttar á útbreiðslustefnu ljósgeislans. Mynd 1. Vigraþrenna sem einkennir ljósgeisla: E er rafsviðsvigur, B er segulsvi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?

Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?

Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis. Þrátt...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?

Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?

Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...

Fleiri niðurstöður