Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 600 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?

Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?

„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu. Í Írak (þá Mesó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?

Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...

category-iconHugvísindi

Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?

Í ævintýrinu um Gosa, eftir ítalska rithöfundinn Carlo Collodi, segir frá trébrúðu sem vaknar til lífsins og er gædd þeim eiginleika að þegar hún lýgur þá stækkar á henni nefið. Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða, þar sem hu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta letidýr?

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...

category-iconLæknisfræði

Hver er meðgöngutími svartadauða?

Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Suður-Ameríku?

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?

Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir gíraffa?

Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa. Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I...

category-iconUmhverfismál

Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?

Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er monsún og hvernig myndast hann?

Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...

category-iconJarðvísindi

Er heitur reitur undir Íslandi?

Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Afríku?

Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?

Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til or...

Fleiri niðurstöður