Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?

Kristian Guttesen

Í ævintýrinu um Gosa, eftir ítalska rithöfundinn Carlo Collodi, segir frá trébrúðu sem vaknar til lífsins og er gædd þeim eiginleika að þegar hún lýgur þá stækkar á henni nefið.

Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða, þar sem hugsanlegt svar hefur áhrif á skilyrðið sem það (svarið sjálft) á upptök sín í.

Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða.

Tvö svör koma helst til greina: Nefið stækkar eða helst óbreytt.

Ef við segðum að nefið héldist óbreytt, þá hefur Gosi verið að ljúga og þar af leiðandi myndi nefið stækka. Ef nefið stækkaði þá segði Gosi satt og þá gæti nefið, samkvæmt upphaflega skilyrðinu sem við gengum út frá (það er „Ef Gosi lýgur, þá stækkar á honum nefið“), ekki stækkað.

Í þessu er þverstæðan fólgin. Sama hvort svarið við gæfum þá breyttist skilyrðið – sem líka kallast „forsenda“ – og um leið svarið. Ef tekið væri mið af fyrra svarinu, þá krefðist forsendan að seinna svarið væri gilt. En ef tekið væri mið af seinna svarinu, þá segði forsendan okkur um leið að fyrra svarið væri rétt. Við komumst þar af leiðandi aldrei að niðurstöðu.

Eins og áður er gefið til kynna er spurningin af því tagi sem kölluð er þverstæða, eða heimspekileg þverstæða. Við slíkum spurningum er ekki til eitthvert „rétt“ svar og hafa þær af þeim sökum lengi valdið fólki á öllum aldri hugarangri.

Við ofangreindri spurningu er þó til svar sem ekki hvílir á eigin útkomu (enda þótt það gæti talist útúrsnúningur), en það hljóðar svo: Sama hvað gerist, þá mun það koma Gosa á óvart.

Mynd:

Höfundur

Kristian Guttesen

meistaranemi í heimspeki

Útgáfudagur

11.4.2014

Spyrjandi

Guðmundur Gaukur, Hildigunnur Sif Aðalsteinsdóttir, Ingvar Hreiðarsson, Vignir Þór Kristmannsson, Hilmar Kárason

Tilvísun

Kristian Guttesen. „Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2014, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57018.

Kristian Guttesen. (2014, 11. apríl). Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57018

Kristian Guttesen. „Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2014. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?
Í ævintýrinu um Gosa, eftir ítalska rithöfundinn Carlo Collodi, segir frá trébrúðu sem vaknar til lífsins og er gædd þeim eiginleika að þegar hún lýgur þá stækkar á henni nefið.

Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða, þar sem hugsanlegt svar hefur áhrif á skilyrðið sem það (svarið sjálft) á upptök sín í.

Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða.

Tvö svör koma helst til greina: Nefið stækkar eða helst óbreytt.

Ef við segðum að nefið héldist óbreytt, þá hefur Gosi verið að ljúga og þar af leiðandi myndi nefið stækka. Ef nefið stækkaði þá segði Gosi satt og þá gæti nefið, samkvæmt upphaflega skilyrðinu sem við gengum út frá (það er „Ef Gosi lýgur, þá stækkar á honum nefið“), ekki stækkað.

Í þessu er þverstæðan fólgin. Sama hvort svarið við gæfum þá breyttist skilyrðið – sem líka kallast „forsenda“ – og um leið svarið. Ef tekið væri mið af fyrra svarinu, þá krefðist forsendan að seinna svarið væri gilt. En ef tekið væri mið af seinna svarinu, þá segði forsendan okkur um leið að fyrra svarið væri rétt. Við komumst þar af leiðandi aldrei að niðurstöðu.

Eins og áður er gefið til kynna er spurningin af því tagi sem kölluð er þverstæða, eða heimspekileg þverstæða. Við slíkum spurningum er ekki til eitthvert „rétt“ svar og hafa þær af þeim sökum lengi valdið fólki á öllum aldri hugarangri.

Við ofangreindri spurningu er þó til svar sem ekki hvílir á eigin útkomu (enda þótt það gæti talist útúrsnúningur), en það hljóðar svo: Sama hvað gerist, þá mun það koma Gosa á óvart.

Mynd:

...