Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?

Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...

category-iconLögfræði

Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...

category-iconMannfræði

Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?

Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta páfagaukar?

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...

category-iconEfnafræði

Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?

Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?

Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð. Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautsland...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi? Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa á...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?

Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...

category-iconOrkumál

Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig munum við?

Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...

Fleiri niðurstöður