Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 541 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hverju er Mars?

Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...

category-iconFornfræði

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

category-iconHeimspeki

Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?

Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?

Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Akureyrarveikin?

Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...

category-iconVísindafréttir

Jöklar og ís í Melaskóla

Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...

category-iconVísindavefurinn

Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023

Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?

Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?

Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...

Fleiri niðurstöður