Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7726 svör fundust
Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?
Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...
Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?
Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...
Hvernig fara geimverur í sturtu?
Einn af höfundum Vísindavefsins gaukaði að okkur eftirfarandi svari:Skrúfa fyrst frá kalda vatninu, síðan heita vatninu.Þetta er auðvitað stutta svarið en lesendur okkar væru fyrir löngu farnir frá okkur ef við hefðum lagt okkur eftir slíkum svörum. Við erum hins vegar mikið fyrir það að kryfja texta spurninga...
Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...
Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?
Það er rétt að ljóshraðinn er nálægt þessari einföldu tölu þegar við skrifum hann samkvæmt metrakerfinu sem við notum í mælingum og tugakerfinu sem við notum venjulega til að skrifa tölur. Ef spyrjandi á við þetta tölulega atriði er hins vegar rétt að upplýsa að vísindamenn líta yfirleitt á það sem algera tilvilju...
Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...
Er vatn blautt?
Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kanns...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...
Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?
Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...
Hver er að hringja bjöllunni?
Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski...
Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld.
Í handritinu AM 441 12mo, sem talið er skrifað um 1680-90 eru „Nokkur erindi úr Einbátungarímu". Þar eru 6 erindi og eitt orð úr því 7. Þetta er prentað í Blöndu II, 61-62, og þar bætt við einu „alkunnu" erindi undir sama hætti sem útgefandinn, Jón Þorkelsson (Forni) telur að vera muni úr sama kvæði, en hann vekur...
Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?
Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið. Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu...
Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?
Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...
Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!
Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...
Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?
Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar: Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita. ...