Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3860 svör fundust
Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?
Í hegningarlögum er kveðið á um hver refsirammi vegna afbrota er og dómarar eru bundnir af þeim ákvæðum við ákvörðun refsingar. Í 211. gr. hegningarlaga er kveðið á um refsingu vegna manndráps. Þar segir: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Lögin setj...
Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?
Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þót...
Hvers vegna hafa nafnorð kyn?
Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hef...
Hverjir eru lögbundnir frídagar okkar Íslendinga?
Lögboðnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13”. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þ...
Hvað getið þið sagt mér um hamstra?
Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn ...
Eru hundar með sex skilningarvit?
Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit. Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um a...
Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?
Heimiliskötturinn (Felis silvestris catus) verður kynþroska við 7 til 12 mánaða aldur og undir eðlilegum kringumstæðum verður læða breima fimm sinnum á ári. Kettir fara því ekki á lóðarí, heldur breima þeir. Það eru hundtíkur sem lóða og fara á lóðarí. Meðgangan tekur að meðaltali 63 til 65 daga og meðal kettl...
Er hægt að tala við dýr?
Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...
Hvernig býr maður til teiknimyndir?
Það er auðvelt að búa til teiknimyndir án flókins búnaðar. Það eina sem þarf er blýantur og bók. Myndir eru teiknaðar á spássíu bókarinnar, ein á hverja síðu, alltaf á sama stað. Þegar bókinni er flett hratt virðast kyrrstæðu myndirnar hreyfast, eins og í teiknimyndum. Til þess að teiknimyndir virðist raunveru...
Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com? Samheitið nótt beygist ævinlega: nf. et.nóttnf. ft.næturþf.nóttþf.nætur þgf.nóttþgf.nóttum ef.næturef.nótta Þegar orðið er notað sem sérnaf...
Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...
Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?
Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...