Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6104 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðna...

category-iconHeimspeki

Hvað er akademískt frelsi?

Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?

Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími hunda?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er meðgangan löng hjá köttum, hundum, hestum, kúm og svínum? kemur fram að meðgöngutími hunda er að meðaltali 56-58 dagar. Öll ræktunarafbrigði hunda hafa sama meðgöngutíma, hvort sem um er að ræða risavaxinn stórdana eða mexíkóskan dverghund....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?

Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconVísindi almennt

Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?

Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar. Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú...

category-iconEfnafræði

Hvernig er bjór búinn til?

Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um varúlfa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um varúlfa? Hver er saga mannúlfsins, hvenær fóru menn að trúa á hann og hvar trúðu menn fyrst á hann?Samkvæmt ýmis konar þjóðtrú er varúlfur maður, langoftast karlmaður, sem tekur tímabundið á sig gervi úlfs og öðlast á meðan alla eiginleika úlfsins ...

category-iconHeimspeki

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

category-iconLæknisfræði

Erfist sjón frá foreldrum til barna?

Hér er einnig svarað spurningunum: Er nærsýni ættgeng? Hvað annað en erfðir valda því að fólk verður nærsýnt? Eins og aðrir meðfæddir eiginleikar erfist sjón frá foreldrum til barna. Hún er ekki áunninn eiginleiki, þótt hana megi þjálfa að einhverju marki, og hún þroskast að sjálfsögðu frá því sem hún er við fæð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni snáka?

Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...

category-iconHeimspeki

Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust?

Upphaflegar spurningar voru: Davíð: Er til eitthvað sem heitir "bein skynjun"? Hvað varðar sjón sjáum við til dæmis bara endurkast ljóss. Anna: Hver er munurinn á beinskynjunarkenningum og tvenndarkenningum? Gunna heldur á epli og horfir á það. Þar sem Gunna hefur prýðilega sjón þá sér hún eplið, meðal anna...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

Fleiri niðurstöður