Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1635 svör fundust
Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...
Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?
Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...
Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó a...
Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?
Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?
Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Hvað er þvagsýrugigt?
Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...
Hver var Akkilles?
Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þan...
Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?
Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...
Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...
Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?
Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?
Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...