Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1467 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðl...
Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?
Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...
Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?
Jónína Vala Kristinsdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritgerð Jónínu fjallar um samvinnurannsókn hennar með be...
Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?
Ragnheiður Kristjánsdóttir er dósent við sagnfræði- og heimspekideild og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu nítjándu og tuttugustu aldar, einkum vinstri hreyfinguna, verkalýðssögu og þróun lýðræðis. Nýjustu rannsóknir Ragnheiðar...
Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?
Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar. Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum l...
Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?
Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu. Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um si...
Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?
Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á ...
Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?
Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’: Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.Upplýsingamiðlun er veigamikill áhri...
Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?
Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...
Hvers konar verk er Vídalínspostilla?
Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið...
Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?
Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...
Hvað er þekking?
Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...
Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?
Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...
Getið þið sagt mér allt um lípíð?
Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosf...
Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?
Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...