Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 937 svör fundust
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Getið þið útskýrt fjórðu víddina?
Skuggi sem venjuleg teningsgrind varpar er tvívíð mynd en fjórvíð teningsgrind gæti varpað þrívíðum skugga. Hér er slík skuggamynd af fjórvíðri teningsgrind í snúningi. (Smellið til að sjá hreyfimynd.)Í þessu svari verður að mestu skoðuð svokölluð evklíðsk rúmfræði, þar sem fjarlægðir eru líkar því sem við eigum a...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...
Í hvaða trúfélögum eru Íslendingar?
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 58 trú- og lífsskoðunarfélög löglega skráð hér á landi þann 1. janúar 2023. Í töflunni hér fyrir neðan eru þessi félög talin upp og tiltekinn sá fjöldi sem skráður er í hvert trúfélag eða lífsskoðunarfélag, sem og hlutfall þessa fjölda af heildarfjölda Íslendinga.[1] Upplýsingarna...
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...
Hvað var Pelópsskagastríðið?
Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...
Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?
Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?
Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...
Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?
Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...
Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?
Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...
Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?
Elsta fornegypska letrið nefnist híeróglýfur eða helgirúnir og er upphaflega myndletur þar sem hvert tákn er upphaflega mynd af einhverju sem tengdist því sem það vísaði til. Elstu áletranir sem fundist hafa eru frá tímabilinu 2920-2575 fyrir Krist og er talið að þær hafi verið gerðar skömmu eftir að notkun le...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...