Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5618 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka vefaukandi sterar?

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic ste...

category-iconHeimspeki

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvort eru fleiri konur eða karlar á Íslandi?

Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, ...

category-iconLögfræði

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?

Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þýðir skammstöfunin DNA?

Skammstöfunin DNA stendur fyrir 'deoxyribonucleic acid' sem hefur verið þýtt sem deoxyríbósakjarnsýra á íslensku. Yfirleitt er þó einfaldlega talað um DNA sem erfðaefni allra lífvera. Skammstöfunin RNA stendur fyrir 'ribonucleic acid' eða ríbósakjarnsýru. Bæði DNA og RNA eru þess vegna kjarnsýrur en meginmun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?

Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...

category-iconLandafræði

Hvort eru fleiri menn eða kindur á Íslandi?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru margar kindur á Íslandi? kemur fram að árið 2000 voru alls 465.777 kindur í landinu miðað við tölur frá Hagstofu Íslands og hafði þeim fækkað um tæplega helming frá árinu 1978. Nýjustu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda sauðfjár eru fyrir árið 2002 en þa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar verða ríbósóm til?

Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tvei...

Fleiri niðurstöður