Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...
Hvert er upphaf áramótabrennunnar á Íslandi?
Í öðrum löndum hefur lengi tíðkast að kveikja í bálkesti við ýmis tækifæri, svo sem á hvítasunnu, kyndilmessu, Jónsmessu og allraheilagramessu. Hægt er að lesa meira um tvær síðastnefndu hátíðirnar í svörunum Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt? eftir Símon Jón Jóhannsson og Hverjar eru hefð...
Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...
Hvernig getum við hugsað?
Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...
Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?
Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?
Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...
Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?
Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það. Hitt er annað mál að vi...
Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?
Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...
Af hverju eru til brjóst?
Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...
Hvað eru hálfdanarheimtur?
Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hl...
Hver var fyrsta skáldsagan?
Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...
Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...
Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...