Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5235 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um að ljósið hafi slokknað eða að það hafi slökknað?

Sögnin slokkna (slokna) þekkist allt frá fornu máli í merkingunni 'hætta að loga'. Sagt er að slokknað hafi á kertinu, ljósið hafi slokknað, eldurinn hafi slokknað í arninum. Sögnin að slökkva merkir 'kæfa, eyða loga' og talað er um að skökkva eldinn, slökkva ljósið, slökkva á kertinu. Líklegt er að síðarnefnd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað borða andarungar?

Andarungar þurfa mjög prótínríka fæðu til að vaxa og dafna. Frjósamar tjarnir og vötn eru kjörlendi fyrir andavarp. Andarungarnir éta helst ýmsar skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín. Andarungar. Reykjavíkurtjörn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hversu ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið sýnt okkur fleiri myndir af ljóssúlunni hennar Yoko Ono í Viðey?

Um ljóssúluna í Viðey er fjallað ýtarlega í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey? Þar kemur meðal annars fram að að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni sem ljósið frá friðarsúlunni hennar Yoko Ono drífur. Ef við erum með nógu góð tæk...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna verðum við gráhærð?

Háralitur ræðst af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem meðal annars er að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar að mynda melanín og hárin verða þá gegnsæ. Á meðan örlítið af litarefni er enn í hárunum virðist hárið vera grátt en án litarefnis verður ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eldir af degi?

Sögnin að elda er til í tvenns konar beygingu veikra sagna. Hún beygist annars vegar eftir öðrum flokki veikra sagna og þá í þátíð eldi/elti. Merkingin er ‛fá til að loga, tendra’. Hún er notuð ópersónulega í sambandinu það eldir … ‛það birtir, dagar’ til dæmis það eldir af degi. Í eldra máli var notað...

category-iconHugvísindi

Af hverju hrópa menn „heyr, heyr“ þegar þeir taka undir eitthvað sem annar segir? Hvaðan er siðurinn kominn?

Heyr er stýfður boðháttur sagnarinnar að heyra. Hann er notaður til að fagna máli annars manns, oftast ræðumanns, og þá hrópað úr sal „heyr, heyr“. Merkingin er þá: „hlustið á þetta, gott hjá honum/henni!!!“. Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til land...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?

Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?

Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?

Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

category-iconVísindavefur

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?

Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...

category-iconHeimspeki

Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?

Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...

category-iconHugvísindi

Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?

Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...

Fleiri niðurstöður