Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 92 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

category-iconMannfræði

Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru fornaldarsögur?

Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?

Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...

category-iconBókmenntir og listir

Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?

Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...

category-iconHugvísindi

Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?

Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim. Eyjurnar liggja um 480 km u...

category-iconHeimspeki

Hvað er frumspeki?

Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...

category-iconHugvísindi

Hver var Cicero?

Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er gamelan-tónlist?

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?

Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?

Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...

Fleiri niðurstöður