Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 565 svör fundust
Hver átti fyrsta bílinn eins og við þekkjum hann í dag og hver bjó hann til?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Birkis Freys: Hver fann upp bílinn?Frank Duryea og bróðir hans hann Charles bjuggu til fyrsta bensínbílinn árið 1893 í Ameríku, en hann var að sjálfsögðu ekki einn af fyrstu fjöldaframleiddu bílunum. Myndin hér til hliðar er af þessum bíl. Henry Ford bjó hins vegar ti...
Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?
Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur h...
Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?
Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...
Ég var í námi í Danmörku og útskrifaðist sem web-integrator frá Tækniskólanum í Álaborg. Er til eitthvert íslenskt orð fyrir web-integrator?
Svo virðist sem web-integrator hafi ekki fengið íslenskt heiti. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heitið ekki í Orðabanka sínum yfir fræðiheiti á fjölmörgum sviðum. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur ekki heldur tekið heitið fyrir á fundi en hún hefur séð um að íslenska...
Hvað er smættarkenning?
Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...
Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Með svartíma (e. response time) er átt við þann tíma sem líður frá því að einn díl (pixel) á skjá er óvirkur (svartur) þar til hann verður virkur (hvítur) og síðan aftur óvirkur (svartur). Svartími mælist í millisekúndum, það er þúsundustu hlutum úr sekúndu, og því skemmri sem hann er því skarpari helst myndin þeg...
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?
Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...
Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?
Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...
Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?
Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma. Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefnd...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...
Framlag vísindasamfélagsins — upplýst umræða um COVID-19
Vísindavefur Háskóla Íslands er opinn öllum fræðimönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Mikilvægi vísinda, sérfræðiþekkingar og samvinnu á sem flestum sviðum er öllum ljóst um þessar mundir og Vísindavefurinn og Háskóli Íslands hvetja vísindamenn...
Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...
Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er „hjá-“ í orðum eins og hjátrú og hjárænulegur skylt orðinu „hjá“ í merkingunni „nálægt“ eða í merkingunni „á vegum“?Hjá- í hjátrú og hjárænulegur er forsetningin hjá notuð sem forskeyti. Það er notað um það sem er við hliðina á grunnorðinu og fær stundum andstæða merkingu. ...