Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar loðnur í tonni?

Loðna eru venjulega um 12-20 grömm á þyngd. Í einu tonni eru því sennilega á bilinu 50 þúsund til rúmlega 83 þúsund loðnur. Ef við höldum áfram að leika okkur að tölum þá má geta þess að á árinu 2002 veiddu Íslendingar alls 1.083.119 tonn af loðnu. Miðað við fjölda einstaklinga í tonni má því gera ráð fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?

Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

category-iconHeimspeki

Hvað er borgaravitund?

Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...

category-iconHeimspeki

Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?

Öll þekking okkar á veröldinni virðist byggja á skynjun. En einhvers konar þekkingar er þörf til að meta það áreiti sem skynfærin bera okkur og vinna úr því eiginlega skynjun sem hugsað og talað verður um. Þá virðumst við stödd í vítahring þar sem skynjun byggir á þekkingu og þekking á skynjun. Þann vítahring má b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?

Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er veðkall?

Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?

Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnað...

category-iconLandafræði

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

Fleiri niðurstöður