Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 964 svör fundust
Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?
Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...
Hvar er hægt að fá upplýsingar um kynskiptaaðgerðir?
Kynskipti eru að sjálfsögðu meiri háttar mál sem engum er ráðlagt að leggja út í nema fyllsta alvara búi að baki. Best er að fá upplýsingar hjá landlækni í upphafi áður en ákvörðun er tekin um framhald. Síðan má reikna með að ferlið taki mörg ár áður en endanlegu markmiði er náð. Þetta ferli felst í rannsóknum og ...
Hvaða spendýr syndir hraðast?
Það spendýr sem syndir hraðast er háhyrningstarfur (Orcinus orca). Hraði dýrs af tegundinni mældist 55,5 km/klst. í Kyrrahafi árið 1958. Sá var 6,1-7,62 m. langur. Höfrungstegundin Phocoenoides dalli ku geta náð sama hraða á stuttri vegalengd. Heimild: Heimsmetabók Guinness 1990, Örn og Örlygur, 1989. ...
Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?
Útselur (Halichoerus grypus) er önnur tveggja selategunda sem kæpa hér við land, hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Stærstu útselsbrimlarnir geta orðið allt að 3 m á lengd og vegið yfir 300 kg og eru því mun stærri en landselir sem verða vart meira en rúmlega 150 kg. Hér við land eru þekkt tilvik þar sem ...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...
Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...
Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?
Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...
Hvað veldur því að jörðin er kringlótt?
Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? en þar kemur fram að kúlulögun sólstjarna, reikistjarna og tungla stafar af þyngdarkraftinum. Þegar reikistjörnur myndast, safnast gas í geimnum saman í kekki sem dragast saman vegna aðdráttar agnanna í kekkjunum...
Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?
Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...
Eru kindur nagdýr?
Spyrjandi bætir svo við: Kindurnar hjá okkur naga allt! Svo sem tréspýtur, putta, járn og saltsteina! Nei! Kindur tilheyra ættbálki spendýra sem nefnist klaufdýr (Artiodactyla) en í þeim ættbálki eru mörg dýr sem við þekkjum vel á Íslandi, sem húsdýr (nautgripir, svín og geitur) eða innflutt eins og hreindýr. En...
Hvað át snareðla?
Af steingerðum leifum snareðlu (Velociraptor) að dæma var hún greinilega kjötæta. Hún hefur farið mjög hratt yfir og telja vísindamenn að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Snareðlan var kjötæta. Talið er að snareðlur hafi veitt í hópum líkt og úlfar og ljón gera nú...
Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?
Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...
Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...
Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...
Hver er munurinn á lagerbjór og öli og hvers konar drykkur er mjöður?
Bjór er samnefnari fyrir alla gerjaða, áfenga drykki gerða úr möltuðu korni og humlum. Bjór má gróft séð skipta í tvo flokka, lager og öl (e. ale). Munurinn ræðst af gerinu sem er notað en bruggaðferðirnar eru þær sömu, það er hvernig sykrunum er náð úr korninu og humlum bætt í og svo framvegis. Í lagerbjór er...