Kindurnar hjá okkur naga allt! Svo sem tréspýtur, putta, járn og saltsteina!Nei! Kindur tilheyra ættbálki spendýra sem nefnist klaufdýr (Artiodactyla) en í þeim ættbálki eru mörg dýr sem við þekkjum vel á Íslandi, sem húsdýr (nautgripir, svín og geitur) eða innflutt eins og hreindýr. Ennfremur er sauðfé flokkað niður í ættina bovidae (þar má einnig finna nautgripi og antilópur til dæmis), undirættina ruminata eða jórturdýr, og ættkvíslina Ovis.
Nagdýr er allt önnur ætt spendýra, rodentia. Þessi ætt er afar tegundaauðug af spendýraætt að vera og eru flestar tegundirnar smávaxnar, svo sem mýs, stökkmýs og íkornar. Stærstu nagdýrin, suður-amerísku flóðsvínin, geta þó náð um 50 kg þyngd. Mynd: Atlantik Tours