Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1215 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...

category-iconHugvísindi

Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er alheimurinn á litinn?

Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?

HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...

category-iconJarðvísindi

Hvað er líparít?

Líparít, sem einnig nefnist ljósgrýti (samanber blágrýti og grágrýti), en sumir nefna „rhýólít" eftir enska heitinu, er súrt gosberg. „Gosberg" þýðir að það hefur myndast í eldgosi og þess vegna storknað tiltölulega hratt, en „súrt" merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu er hærra en 65% af þunga, og oft um 70%...

category-iconVísindi almennt

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?

Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni E...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...

category-iconLandafræði

Hvað heita öll fylki Bandaríkjanna?

Í Bandaríkjunum eru fimmtíu ríki. Fjörutíu og átta af þeim liggja yfir samfellt landsvæði. Hawaii, sem er nýjasta ríkið (gekk í Bandaríkin 1959), er eyjahópur í Kyrrahafi suðvestan við Bandaríkin og Alaska, sem er næstnýjasta ríkið, er fyrir norðan Bandaríkin umkringt af vesturhluta Kanada. Margir Bandaríkjamenn e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?

Til upprifjunar þá eru lífverur flokkaðar í fylkingu, svo flokk, þá ættbálk, ætt, ættkvísl og loks tegund. Dúfur, hænur og rjúpur eru allar sitt af hverri ættinni. Dúfur eru af ættinni columbidae sem mætti kalla dúfnaætt. Hænur (Gallus gallus domesticus) eru af ætt fasana (Phasianidae) og rjúpur (Lagopus muta) ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd stara?

Íslensk þjóðtrú geymir líklegast ekkert um starann, enda nam hann ekki land fyrr en á 20. öld, en víðast hvar annarsstaðar í Evrópu er návist hans talin boða gleði og hamingju. Í Norður-Ameríku eru menn ekki eins ánægðir með tilvist hans. Stari (Sturnus vulgaris). Á Suðureyjum, norðvestur af Skotlandi, höfðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju var Hafnarfjall í Borgarfirði nefnt þessu nafni, var eitt sinn stór höfn við fjallið?

Hafnarfjall er nefnt eftir bænum Höfn í Melasveit sem stendur við sunnanverðan Borgarfjörð. Bærinn er nefndur í Landnámabók (Ísl. fornrit I, bls. 66) þar sem landnámsmaðurinn Hafnar-Ormr bjó. Ekki eru heimildir um sérstaklega góða höfn þar en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1707 er nefnt að lending...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju kemur dúnn þegar æðafuglinn liggur á eggjum?

Dúnninn í hreiðrum æðarfugla (Somateria mollissima) kemur frá kvenfuglinum eða kollunni. Kollan reitir hann af bringu sinni til þess að fóðra hreiðrið og veita eggjunum þannig góða einangrun. Æðarkolla á hreiðri. Dúnninn er kominn af bringu kollunnar og hjálpar til við að halda hita á eggjunum. Dúntekja úr hre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið tuskudýr?

Orðið tuska merkir ‘efnis- eða pappírspjatla’. Tuskudýr er leikfang, bangsi eða annað dýr ætlað börnum, búið til úr efni. Hugsanlega er það innflutt frá Danmörku en þar heitir slíkt dýr tøjdyr. Í þýsku heitir slíkt dýr Stofftier (Stoff ‘efni’). Einnig er talað um tuskudúkku ef hún er búin til úr efni, oft áður fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „gródirskur“ hjá Þórbergi Þórðarsyni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum? Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frö...

Fleiri niðurstöður