Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6460 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...

category-iconHugvísindi

Er hægt að gera ekki neitt?

Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hefur húsflugan margar tær?

Húsflugur (Musca domestica) eru algengar flugur á Íslandi og víðar. Þær hafa ekki þá munnlögun sem þarf til að bíta en eru hættulegar vegna sjúkdóma sem þær geta borið á fótunum. Húsflugur eru ekki með tær heldur klofna fætur þeirra í tvo helminga með límkenndu efni sem gera þeim kleift að ganga upp lóðrétt yf...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur geimfar lent á Títan?

Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Þorgils gjallandi?

Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...

category-iconLífvísindi: almennt

Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?

Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef þversumma tölu er dregin frá henni, hvers vegna er útkoman þá alltaf deilanleg með 9?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Getið þið útskýrt fyrirbærið á þessari slóð?Hér á eftir kemur í ljós að þetta er í raun sama spurningin en við höfum sett hana fram þannig að hún snúi að vísindum og geti vakið almennan áhuga. Á vefsetrinu sem vísað er til er gesturinn beðinn að taka einhverja tveggja stafa ...

category-iconLögfræði

Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?

Upphafleg spurning var svohljóðandi:Hver er réttur einstaklings gagnvart lögreglunni, þ.e. hversu langt er lögreglunni heimilt að ganga á einkalíf einstaklings án sérstakrar heimildar (með tilliti til eftirlits, húsleitar, líkamsleitar o.s.frv.)?Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldisins...

category-iconFélagsvísindi

Hver var gyðingurinn gangandi?

Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?

Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?

Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

Fleiri niðurstöður