Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur geimfar lent á Títan?

Sævar Helgi Bragason

Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega niður á yfirborðið og lenti þar heilu og höldnu. Huygens varð þar með fyrsta og eina geimfarið sem lent hefur á hnetti í ytra sólkerfinu og svo langt frá jörðinni.

Títan er sá staður í sólkerfinu sem líkist jörðinni okkar einna mest. Það kemur kannski á óvart, sérstaklega þegar haft er í huga að þar ríkir nístingskuldi, meira en 180°C frost. Títan hefur lofthjúp eins og jörðin en hann er miklu þykkari og teygir sig mun lengra út í geiminn en lofthjúpur jarðar. Þessi þokukenndi hjúpur sveipar Títan appelsínugulri móðu og felur leyndardóma hans fyrir okkur.

Títan er stærsta tungl Satúrnusar. Huygens-könnunarfarið lenti þar árið 2005.

Huygens hélt áfram að senda gögn til Jarðar í um 90 mínútur eftir lendingu. Með þeim hafa vísindamenn náð að draga fram mynd af því sem gerðist þegar kanninn lenti og setja saman tölvugert myndskeið af lendingunni.

Þegar farið skall á yfirborðinu gróf það 12 cm djúpa holu og síðan skoppaði það upp úr holunni og rann 30 til 40 sentimetra eftir flötu yfirborðinu. Tíu sekúndur liðu þangað til farið stöðvaðist loks.

Við lendinguna þyrlaðist upp „ryk“ sem sennilega er sá lífræni agnúði sem vitað er að fellur úr lofthjúpi Títans. Sú staðreynd að rykið þyrlaðist upp bendir til þess að lendingarstaðurinn hafi verið þurr í nokkurn tíma fyrir lendingu.

Hreyfing Huygens-kannans í lendingunni sýnir að á yfirborðinu er þunnt íslag. Það er sem sagt hálka á Títan!

Mynd:

Þetta svar er brot af umfjöllun Stjörnufræðivefsins um Cassini-Huygens leiðangurinn og birt hér með góðfúslegu leyfi. Áhugsamir eru hvattir til að lesa pistilinn í heild sinni Stjörnufræðivefnum.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.9.2014

Spyrjandi

Birta Þórsdóttir, Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hefur geimfar lent á Títan?“ Vísindavefurinn, 26. september 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67893.

Sævar Helgi Bragason. (2014, 26. september). Hefur geimfar lent á Títan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67893

Sævar Helgi Bragason. „Hefur geimfar lent á Títan?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67893>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur geimfar lent á Títan?
Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega niður á yfirborðið og lenti þar heilu og höldnu. Huygens varð þar með fyrsta og eina geimfarið sem lent hefur á hnetti í ytra sólkerfinu og svo langt frá jörðinni.

Títan er sá staður í sólkerfinu sem líkist jörðinni okkar einna mest. Það kemur kannski á óvart, sérstaklega þegar haft er í huga að þar ríkir nístingskuldi, meira en 180°C frost. Títan hefur lofthjúp eins og jörðin en hann er miklu þykkari og teygir sig mun lengra út í geiminn en lofthjúpur jarðar. Þessi þokukenndi hjúpur sveipar Títan appelsínugulri móðu og felur leyndardóma hans fyrir okkur.

Títan er stærsta tungl Satúrnusar. Huygens-könnunarfarið lenti þar árið 2005.

Huygens hélt áfram að senda gögn til Jarðar í um 90 mínútur eftir lendingu. Með þeim hafa vísindamenn náð að draga fram mynd af því sem gerðist þegar kanninn lenti og setja saman tölvugert myndskeið af lendingunni.

Þegar farið skall á yfirborðinu gróf það 12 cm djúpa holu og síðan skoppaði það upp úr holunni og rann 30 til 40 sentimetra eftir flötu yfirborðinu. Tíu sekúndur liðu þangað til farið stöðvaðist loks.

Við lendinguna þyrlaðist upp „ryk“ sem sennilega er sá lífræni agnúði sem vitað er að fellur úr lofthjúpi Títans. Sú staðreynd að rykið þyrlaðist upp bendir til þess að lendingarstaðurinn hafi verið þurr í nokkurn tíma fyrir lendingu.

Hreyfing Huygens-kannans í lendingunni sýnir að á yfirborðinu er þunnt íslag. Það er sem sagt hálka á Títan!

Mynd:

Þetta svar er brot af umfjöllun Stjörnufræðivefsins um Cassini-Huygens leiðangurinn og birt hér með góðfúslegu leyfi. Áhugsamir eru hvattir til að lesa pistilinn í heild sinni Stjörnufræðivefnum.

...