Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2097 svör fundust

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?

Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?

Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku?

Orðið sigtimjöl er ekki í íslensk-enskum orðabókum en í dansk-enskri orðabók er danska orðið "sigtemel" þýtt með "bolted flour" (Hermann Vinterberg og C. A. Bodelsen: Dansk-engelsk ordbog (1956)). Orðið "sigtimjöl" mætti því sennilega þýða með "bolted rye", ef það fyrirbæri er á annað borð til í enskumælandi lönd...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?

Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var síðasta gos á Íó?

Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt til Mars?

Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...

category-iconEfnafræði

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.

Arnheiður Sigurðardóttir M.A. skrifaði ítarlega bók um híbýlahætti á miðöldum. Í bókinni er sérstakur kafli um baðstofu (1966:69–79) sem Arnheiður segir að muni á Norðurlöndum upphaflega hafa táknað hús ,,þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda gr...

category-iconJarðvísindi

Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?

Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?

Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir. Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...

Fleiri niðurstöður