Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconHeimspeki

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?

Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...

category-iconHeimspeki

Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rykmaurar hættulegir?

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconUmhverfismál

Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?

Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?

Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?

Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?

Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...

category-iconSálfræði

Hvernig geta litir og tónlist haft áhrif í auglýsingum?

Þegar viðtakendur auglýsinga kunna vel að meta liti og/eða tónlist í auglýsingum þá munu þeir, að öllu jöfnu, kunna vel við skilaboð auglýsingarinnar, vöruna eða þann aðila sem er auglýstur (Perloff, 2003). Í slíkum tilvikum er hlutlaust áreiti (til dæmis varan), sem viðkomandi hefur enga sérstaka skoðun á, tengt...

category-iconLandafræði

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...

Fleiri niðurstöður