Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 942 svör fundust
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...
Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?
Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...
Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?
Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...
Hvað getur þú sagt mér um krákur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...
Hvað er vesturnílarveira?
Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...
Hver fann upp stafrófið?
Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...
Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi? Er til dæmis munur á geislun frá 1 g af brennandi úran-salla og 1 g af úrani við staðalaðstæður? Svarið við spurningunni er nei; helmingunartími geislavirkra efna breytist ekki með hitastigi ef það er innan venjule...
Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?
Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...
Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...
Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?
Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Hvað er siðferðilega rétt ákvörðun?
Þessi spurning hefur vafist fyrir mannkyninu um aldir. Þótt margir helstu hugsuðir sögunnar hafi glímt við þessa spurningu er erfitt að setja fram skýrt svar við henni. Líklega er hún oftast borin upp þegar fólk vill gagnrýna ákvarðanir annars fólks. En spurningin er engu síður mikilvæg við mat á eigin ákvörðunum....
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...